Náttúrulausnir sem fjallað er um í þessari handbók hafa sömu uppbyggingu og þú getur leitað að þeim annað hvort með því að bera kennsl á samfélagsvandann sem þú vilt takast á við eða vistkerfið þar sem þú vilt beita náttúrumiðaðri lausn. Fjallað er um eftirfarandi efni á öllum síðum okkar um lausnir sem byggja á náttúrumiðuðum aðferðum.
HVAÐ Almenn lýsing á því hvað Nml er.
HVAR Í hvaða vistkerfi er hægt að nota þessa Nml.
AF HVERJU Í hvað er hægt að nota þessa Nml, hvaða samfélaga áskorun getur hún tekist á við.
HVERNIG Hverjar eru mögulegar leiðir til að framkvæma Nml á svæðinu?
MÖGULEGAR ÚTKOMUR Mögulegar niðurstöður (bein vistfræðileg áhrif til lengri og skemmri tíma) og jákvæðar og neikvæðar hliðarverkanir Nml.
TIL ATHUGUNAR Mikilvæg atriði sem þarf að huga að ef þú vilt nota þessa Nml á þínum tiltekna stað, þar á meðal hvernig vistkerfisgerð, vistfræði, takmarkanir, samfélagslegar hindranir, félagslegt samþykki, fjármögnun, stefnur, lög og reglur.
HVAÐ VITUM VIÐ Hvaða upplýsingar og rannsóknir eru til um virkni (til lengri og skemmri tíma) um þessa Nml.
KOSTNAÐUR Eigindlegt mat á heildarkostnaði við innleiðingu þessarar Nml með tilliti til mannafla, tækni, kostnaðar við landkaup, rekstrarkostnaðar, viðhalds- og eftirlitskostnaðar o.s.frv.
DÆMI frá Norðurlöndunum
HEIMILDIR fyrir frekari lestur og vísindalegar sannanir fyrir gagnsemi þessarar Nml.