Regngarðar og slakkar

Hvað

Regngarðar og slakkar eru mannvirki hönnuð til að fanga, halda í og meðhöndla ofanvatn frá ógegndræpu yfirborði eins og þökum, innkeyrslum og götum. Regngarðar eru grunnar dældir með gróðri sem leyfa regnvatni og snjóbráð að seytlast í gegnum sig, slakkar eru hallandi rásir hannaðar til að hægja á og fanga afrennsli ásamt því að sía vatnið og auðvelda fráveitu.  

 

Urban graphic: Before

Urban ecosystem before NbS have been implemented

Urban graphic: After

Urban ecosystem after NbS have been implemented

 

Hvar

Hægt er að samþætta þessar ofanvatnslausnir í þéttbýli, úthverfi og dreifbýli. Regngarðar eru aðalega notaðir í íbúðarhverfum, almenningsvæðum og görðum til að taka við afrennsli af þökum og nærliggjandi flötum, en slakki er oft notaður meðfram götum eða vegna landbúnaðar. Hægt er að aðlaga báðar lausnir að fjölbreyttu landslagi, að teknu tilliti til staðbundinna eiginleika, vatnafars og innlends gróðurs.

Hvers vegna

Regngarðar og slakkar geta hjálpað til við að draga úr flóðum í þéttbýli í úrhelli og draga úr vatnsmengun (hamfarahætta og viðbúnaður). Þessar lausnir geta einnig stuðlað að aukinni líffræðilegri fjölbreytni í borgum. Með því að draga í sig og meðhöndla afrennsli frá hörðu yfirborði draga þau úr álagi á fráveitukerfi, bæta vatnsgæði þeirra með því að halda eftir og meðhöndla mengunarefni. Að auki eru þær búsvæði fyrir innlendan gróður og skordýr. Gróðurinn í þeim eykur íferðargetu og stuðlar að hreinsun vatns og lofts. Þar að auki fegrar þær borgarumhverfi og byggð svæði og stuðla að velferð samfélaga.  

Hvernig

Regngarðar og slakkar eru í mörgum stærðum og gerðum. Þau eru hönnuð í samræmi við vatnsmagn sem þarf að meðhöndla og stærð rýmis. Staðarval og hönnun felur í sér að finna viðeigandi staði út frá afrennslismynstri, jarðvegsgerð og plássi.

  • Við hönnun þarf að huga að hlutverki heildarsvæðisins og landslags sem það á að vera hluti af, td hvort það sé í almenningsgarði, skólalóð, meðfram fjölförnum vegum eða í einkagarði.
  • Stærð og dýpt regngarða og halli slakka eru hönnuð til að mæta væntanlegu vatnsmagni.
  • Jarðvegurinn/síumiðillinn (íferðarmiðillinn) í regngörðunum þarf að styðja bæði íferð (síun) og vöxt plantna og stundum sérstaklega til að meðhöndla og halda eftir mengunarefnum. Hægt er að kaupa sérstakan jarðveg fyrir regngarða. Stundum er hægt að nota jarðveg sem er þegar til staðar, það gæti verið prófað með íferðarprófun.
  • Stundum er viðbótarlagi einnig bætt við, td lífkol ef aðalhlutverk þess er að sía og meðhöndla mengunarefni úr vatninu td afrennsli á vegum.
  • Stundum þarf að hömlun eða hægja á flæði vatns eða stíflur settar inn til að stjórna vatnsrennsli í gegnum hönnunina.
  • Í hallandi landslagi má byggja regngarða sem raðhúsa regngarða til að hægja á vatninu og rofi.  

Skilgreind inn- og útrás eru mikilvæg. Við uppsetningu hönnunar skal ganga úr skugga um að það sé nægur halli í átt að inntaki þannig að vatnið fari þangað sem því er ætlað. Í sumum tilfellum er líka gagnlegt að nota „setgildru“ við inntak regngarðsins til að safna möl og mengunarefnum.​​​  

Velja skal plöntur og gróður þannig að þær falli að staðháttum og þoli bæði blautar og þurrar aðstæður þar sem regngarðar og slakkar eru þurrir þegar ekki rignir og þurfa þá að þola mikið vatn í miklum rigningum. Ekki ætti að nota ágengar tegundir. Í slakka, þar sem vatn fer í meira í gegnum hönnunina heldur en í regngarði, þar eru rofþolnar plöntur oft valdar.  

Reglulegt viðhald felur í sér að reyta illgresi og skipta um plöntur sem ekki þrífast, athuga inn- og útrásir og tryggja að kerfið haldi áfram að virka á sem áhrifaríkastan hátt eftir því sem fram vindur.  

Niðurstöður

Jákvæðar niðurstöður eru meðal annars minna afrennsli og rof, bætt vatnsgæði, fegrun umhverfis og aukinn gróður í þéttbýli. Regngarðar og slakkar geta einnig þjónað til fræðslu um sjálfbæra vatnsstýringu. Þó þeir sé almennt til bóta er mikilvægt að tryggja að nægjanlegt og nauðsynlegt viðhald sé til staðar þannig að hönnunin virki á sem bestan hátt.  

TIL ATHUGUNAR

Við innleiðingu regngarða og slakka, eru nokkur mikilvægt atriði til að tryggja skilvirkni þeirra:

  • Huga þarf að smáatriðum þar sem lítil hönnunar- eða byggingarmistök geta haft áhrif á virkni ofanvatnslausnanna. Til dæmis getur óviðeigandi hönnun leitt til þess að vatn safnast saman á vitlausum stöðum, en ófullnægjandi jarðvegsundirbúningur getur leitt til lélegrar síunnar og vanvirkni plantna.
  • Mikilvægt er að meta vatnasviðið sem stuðlar að afrennsli og hanna stærð og dýpt regngarðsins eða slakkans í samræmi við það til að meðhöndla vatnsmagnið, sérstaklega í hámarksrennsli. Dýpt og útlínur verða að vera fullnægjandi til að tryggja að vatn safnist fyrir og síist rétt. Í slakka verður hallinn að vera aflíðandi en samt nægur til að auðvelda vatnsrennsli án þess að valda rofi.  
  • Jarðvegssamsetningin ætti að styðja bæði síun og plöntuheilbrigði. Nota skal gæðaefni sem henta fyrir sérstakar umhverfisaðstæður og fyrirhugaða virkni regngarðsins eða slakkans. Bæta skal jarðveginn með lífrænum efnum, ef nauðsyn krefur (en ekki of mikið) til að bæta síunarhraða en forðast að hafa jarðveginn of lausan sér til að koma í veg fyrir að hann renni burt. Stundum þarf skipta út jarðveg, td í leirjarðvegi. Leirjarðvegur hefur lélega frárennsliseiginleika, sem getur valdið því að vatn situr eftir í hönnuninni of lengi sem leiðir til streitu á plöntur og minnkar síun. Í slíkum tilvikum er algengt að skipta um jarðveg. Að auki getur uppsetning undirrennsliskerfis hjálpað til við að tryggja að umframvatni sé rétt stýrt.  
  • Mikilvægt er að hanna vandlega innrásir þar sem vatn fer inn í regngarða og slakka. Stundum er hægt að stýra innrás með því að auka halla á kantsteinum eða skera rás í þá. Það er líka mikilvægt að hanna yfirfall fyrir mikla úrkomu þegar mannvirkin fyllast. Þetta gæti falið í sér að samþætta yfirfallssvæði innan hönnunarinnar eða tengja við núverandi fráveitukerfi á meðan tryggt er að þau grafi ekki undan hönnuninni.  
  • Plöntur gegna mikilvægu hlutverki við að stjórna vatnsrennsli og síun. Þegar plöntur og annar gróður er valinn og komið fyrir innan regngarðsins eða slakkans er mikilvægt að huga að rótardýpi, vatnsþoli og hlutverki plöntunnar í vistkerfinu (t.d. eyðsla mengunarefna, rofvörn), en forðast innleiðingu ágengra tegunda. Í tengslum við náttúrumiðaðar lausnir er mikilvægt að tryggja að þessar lausnir efli líffræðilegan fjölbreytileika. Þegar framkvæmd er ný eða í miklum þurrki getur verið nauðsynlegt að vökva plönturnar.
  • Á fjölmennum stöðum, svo sem á skólalóðum, gæti þurft að girða ofanvatnslausnina af á meðan það er í byggingu til að leyfa gróðri að vaxa án þess að verða fyrir átroðningi fólks eða heimsóknum hunda. Það getur verið gagnlegt að nota skilti til að útskýra hvaða hlutverki mannvirkið gegnir.
  • Á veturna skaltu gera ráð fyrir að snjór geti safnast fyrir utan ofanvatnslausnina en ekki innan hennar. Snjór getur borið með sér möl og mengunarefni sem getur haft áhrif á hversu vel plönturnar vakna úr dvala á vorin. Snjóbráð má beina í regngarðinn.
  • Eftir innleiðingu ofanvatnslausnanna er áætlun um reglubundið eftirlit og viðhald nauðsynleg til að takast á við vandamál um leið og þörf er á. Þetta felur í sér að athuga hvort set hafi safnast upp, tryggja að plöntur séu heilbrigðar og gera nauðsynlegar breytingar á innrennslisstöðum eða mannvirkinu sjálfu. Umfang viðhalds mun ráðast af hönnun, stærð og hversu flókin uppbygging þess er.  

Hversu mikið vitum við?

Það er mikið til af rannsóknum og hagnýtum leiðbeiningum um hönnun, framkvæmd og skilvirkni regngarða og slakka, þar á meðal rannsóknir á getu þeirra til að auka framræslu, bæta vatnsgæði og styðja við líffræðilegan fjölbreytileika í borgum. Þó að meginreglurnar séu vel viðurkenndar, miða áframhaldandi rannsóknir að bætingu hönnunar og viðhalds fyrir fjölbreytt umhverfi og loftslagsaðstæður.  

Í norrænu samhengi, er áhersla meðal annars á aðlögun að köldu loftslagi, stjórnun snjóbræðslu á sem áhrifaríkastan hátt og innleiðing gróðurs sem þrífst á styttri vaxtarskeiðum. Slík svæðisbundin aðlögun er lykilatriði til að tryggja virkni allt árið um kring, taka á móti vatnafræðilegum hringrásum og takast á við áskoranir í borgarskipulagi sem eru sértækar norrænar. Sértækar norrænar rannsóknir kanna einnig samþættingu þessara eiginleika innan borgarkerfis í dag og tryggja að þeir séu fallegir allt árið um kring og vistfræðileg markmið náist og til að efla velferð samfélagsins.  

Kostnaður

Kostnaður við að koma upp regngörðum og slökkum er mismunandi eftir og stærð, hversu flókin hönnin er, staðbundnum jarðvegi og plöntum, auk kostnaðs við vinnu. Stofnkostnaður felur venjulega í sér hönnun, uppgröft, jarðvegsskipti og gróðursetningu. Ef það þarf að bæta dren og skipta um jarðveg mun það auka kostnaðinn. Almennur viðhaldskostnaður er venjulega lágur, og felur í sér reglulega hreinsun illgresis og eftirliti með inn- og útrásum til að tryggja að þau virki sem skildi. Ef gera þarf lagfæringar eykur það viðhaldskostnað.  

 

Specific location: town of Gardabaer

Ecosystem type(s): Urban ecosystem

Title/name of the NbS: Swales and rain gardens / Re-establishment of shallow lakes and ponds

Summary: Raingardens, swales and other blue-green structures implementation through urban planning of a new neighborhood Urriðaholt Garðabær in Island. Urridaholt is a hillside community in the town of Gardabaer, Iceland, developed and constructed mostly between 2003 and 2025. It is pioneering as a sustainable urban development and the first to be certified by the BREEAM Communities assessment standard in Iceland. It has received several international awards and recognitions for its approaches.

Contacts: Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta consulting, www.alta.is. Chief planner of Urridaholt. halldora@alta.is

Relevant links to documentation:

Zaqout, T.,  Andradóttir, H.Ó. , and Sörensen, J. (2023). Trends in soil frost formation in a warming maritime climate and the impacts on urban flood risk, J. of Hydrology, 617, 128978

Zaqout, T.,  Andradóttir, H.Ó., and Arnalds, Ó. (2022). Infiltration capacity in urban areas undergoing frequent snow and freeze-thaw cycles: Implications on Sustainable Urban Drainage Systems, J. of Hydrology, 607, 127495

Zaqout, T. and Andradóttir, H.Ó. (2021). Hydrologic performance of grass swales in cold maritime climates: Impacts of frost, rain-on-snow and snow cover on flow and volume reduction, J. of Hydrology, 126159

Andradóttir, H.Ó., Arnardóttir, A.R. and Zaqout, T. (2021). Rain on snow induced urban floods in cold maritime climate: Risk, indicators and trends, Hydrol. Proc., 14298

Extended case description: Raingardens and swales can be established to protect the water level and environmental quality lakes or wetland close to urban areas. The structures also helps the towns and villages adapt to  climate change. Traditional methods of dealing with stormwater used during planning and construction, would frequently extinguish lakes and wetlands close to urban settlments and their environment.

Instead, in Urriðaholt Garðabær a new neighborhood of around 5000 inhabitants, swales and raingardens are interwoven into the urban infrastructure to retain, treat and carry the stormwater within the watershed of the surrounding wetland. As an example, a trapezoidal-section swale in Urriðaholt, Gardabaer, Iceland, reduced peak flow by 20–40 % and infiltrated 30–60 % of runoff during the spring-summer seasons (Zaqout and Andradóttir 2021). The aim in Urridaholt was to create a quality sustainable environment for people and the ecosystem of the Urridavatn lake and surrounding wetland.

The Urridaholt master plan was developed in close cooperation between political leaders and professionals from many fields with community participation, emphasizing quality of life and sustainability. It sets an example for interdisciplinary cooperation and serves as an international laboratory for scholars and leaders.

Nánari staðsetning: Drammen, Bjørnstjerne Bjørnsons gata  

Hvaða vistkerfistegund(ir): Borgarvistkerfi  

Titill/nafn NbS: Regngarður fyrir vegaffall  

Samantekt: Verkefnið í Bjørstjerne götu eru níu regngarðar sem hannaðir eru til að stjórna ofanvatni á svæðinu. Regngarðarnir halda við og meðhöndla afrennsli frá veginum. Í verkefninu eru mismunandi jarðvegs- og plöntugerðir prófaðar til að hámarka virkni regngarða í borgarumhverfi.  

Tengiliður: Statens Vegvesen avd. Drammen  

Nánari tenglar á skjöl:

https://landskapsarkitektur.no/prosjekter/bjornstjerne-bjornsons-gate-drammen  

https://doga.no/aktiviteter/dogas-priser/doga-merket-design-arkitektur/vinnere-av-doga-merket/bjornstjerne-bjornsons-gate-i-drammen/  

Nánari staðsetning: Tåsing plats, Kaupmannahöfn  

Hvaða vistkerfistegund(ir): Þéttbýli  

Titill / nafn NbS: Loftslagsaðlagað borgarrými​​  

Samantekt: Tåsinge Plads inniheldur regngarða sem hluta af hönnun sinni. Torgið er hannað til að stjórna miklu magni af regnvatni með ýmsum leiðum, þar á meðal græn svæði sem virka á svipaðan hátt og regngarðar. Það hjálpar til við að safna og halda við regnvatni, draga úr álagi á fráveitukerfi borgarinnar og bæta nærumhverfið.  

Tengiliður: Kaupmannahöfn. Klimakvarter ( info@klimakvarter.dk)  

Nánari tenglar á skjöl:

https://klimakvarter.dk/projekt/tasinge-plads/    

Nánari staðsetning: Sogn Hagekoloni / Sogn Allotment Garden, Ósló

Hvaða vistkerfistegund(ir): Þéttbýli  

Titill / nafn NbS: Raingardens​​  

Samantekt: Sogn Hagelab í Osló er lifandi rannsóknarstofa og samstarfsverkefni garðsins, Norska vatnsrannsóknarstofnuni og sveitarfélagið Osló sjá um að stýra regnvatni borgarinnar. Það býður upp á regngarða og aðrar ofanvatnslausnir hannaðar til að fanga og geyma yfirfallsvatn og efla sameiginleg rými innan garðsins.    

Hafðu samband: kontakt@sognhagelab.no  

Nánari tenglar á skjöl: https://sognhagelab.no/