Þurrkun votlendis í landbúnaðarskyni með skurðagerð, dreni undir yfirborði eða hvort bæði til að lækka grunnvatnsstöðu í landi. Þar með getur umframvatn frá plönturótarsvæðinu og undirliggjandi jarðvegi komist inn í lagnirnar í gegnum rásir og runnið frá túnum í skurð eða annað úttak. Stíflun skurða og fylling eru því ráðstöfun sem getur stuðlað að hækkun vatnsborðs og endurheimt þannig náttúrulegan vatnbúskap innan svæðisins. Stíflun og fylling má líkja við aftengingu á virkum frárennslisrörum og getur sjaldan staðið eitt og sér sem náttúrumiðuð lausn. Þess í stað ætti að innleiða það í samblandi við aðrar náttúrumiðaðar lausnir sem stuðla að því að endurheimta náttúrulegt vatnafar svæðis.
Rivers, lakes and wetlands before NbS have been implemented
Rivers, lakes and wetlands after NbS have been implemented
Loka skal skurðum og drenrásum innan framkvæmdasvæðisins ásamt öðrum úrræðum til að endurheimta náttúrulegt vatnafar svæðisins.
Stíflun skurða og drenrása og fylling þeirra er ráðstöfun til að hreinsa vatn með því að halda næringarefnum og hægja á stremi vatns niður og þar með bæta vatnsbúskap. Þessi ráðstöfun er oft notuð í tengslum við aðrar gerðir náttúrumiðaðra lausna eins og að hækka árfarveginn, endursbugðun árfarvegsins til endurheimta votlendi. Allt þessar lausnir getur stuðlað að aðlögun og minnka áhrif loftslagsbreytinga auk minnka hamfaraáhættu.
Stíflun og lokun skurða og drenrása getur minnkað losun gróðurhúsalofttegunda ef því beitt er á svæðum sem liggja neðar og innihalda miðlungs til hátt magn lífræns kolefnis í jarðveginum. Ennfremur getur þessi náttúrumiðaða launs einnig aukið bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Stíflun og lokun skurða og drenrása geta einnig örvað afnitrun í endurheimtu votlendi og hjálpað til við að draga úr flutningi nítrats í læki, árósa og strandsvæði.
Á heildina litið virkar afnitrun sem náttúruleg sía sem fjarlægir umfram nítrat úr frárennslisvatni sem fer inn á svæðið og dregur þannig úr hættu á ofauðgun næringarefna í vistkerfi neðar í ánum. Nítrat minnkar með afnitrun, sem er náttúrulegt ferli þar sem bakteríur breyta nítrötum (NO3-) og nítrítum (NO2-) í niturgas (N2), sem losnar út í andrúmsloftið. Þetta ferli á sér aðeins stað við loftfirrðar aðstæður, semsagt þar sem skortur er á súrefni. Vatnsmettaðar aðstæður er því forsenda þess að þetta ferli geti átt sér stað. Lífrænt efni ætti einnig að vera til staðar í jarðveginum til að þjóna sem orkugjafi fyrir afnitrunarferli bakteríanna.
Hægt er að útfæra stíflun og fyllingu skurða og drenrása með því annað hvort grafa upp allt frárennslisrörið eða með því að klippa/brjóta rörin með hæfilegu millibili til að stöðva vatnsrennslið. Ef rekist er á frárennslisrör úr kerfum utan framkvæmdasvæðisins er mikilvægt að tryggja að frárennslisvatnið síist dýpra en rótarsvæðið og að það leiti ekki uppá yfirborð landsins, þó að hið síðarnefnda hafi verið eðlileg aðferð. Skurðir sem fyrir eru innan svæðisins ættu að vera fylltir upp eftir þeim endilöngum eða með hæfilegu millibili til að endurheimta votlendið aftur.
Minni losun gróðurhúsalofttegunda: Minnkun á losun koltísýrings verður mest á svæðum þar sem lífrænt jarðvegsinnihald er hátt (>6%) og þar sem grunnvatnsstaða innan svæðisins er hæfilega há til að skapa súrefnisfirrtar aðstæður sem hægja á niðurbroti lífrænna efna í jarðveginum og miðlar þar með mestum samdrætti á losun koltvísýrings.
Minni köfnunarefnismengun vatnavistkerfa: Nítratmengað vatn frá aftengdum frárennslisrörum getur, að því tilskildu að loftfirrðar aðstæður skapist í jarðvegi, örvað eyðingu niturs með afnitrunarferli og þar með dregið úr útskolun köfnunarefnis niður ána, í vötn og til strandsvæða. Þættir eins og hitastig, sýrustig, raki jarðvegs og aðgengi hvarfefnis hefur áhrif á hraða og skilvirkni afnitrunar á endurbættum svæðum. Hætta hitastig stuðlar almennt að hærra hlutfalli afnitrunar, en súrar aðstæður geta hindrað ferlið.
Til að tryggja hagnað líffræðilegs fjölbreytileika innan verkefnissvæðisins er mikilvægt að vera meðvitaður um að mikil inntaka nítrats getur skipt sköpum fyrir margar plöntutegundir og því gæti hagnaður líffræðilegs fjölbreytileika orðið jákvæður innan svæðisins ef nítratríkt frárennslisvatn síast inn í rótarsvæði plantnanna. Þetta mun hafa áhrif á innbyrðis samkeppni og hygla tegundum sem keppa á áhrifaríkan hátt um mikið magn næringarefna. Þessar tegundir eru almennt ekki tegundir sem tengjast hagnaði líffræðilegs fjölbreytileika. Þess í stað ætti að setja aftengd frárennslisrör fyrir neðan rótarbeltið til að tryggja að útstreymi næringarríka vatnið komist ekki í snertingu við rótarbeltið heldur í lögin fyrir neðan þar sem frárennsli getur átt sér stað.
Framkvæmd (mannafli, tækjabúnaður, kostnaður við landakaup o.fl.), rekstrarkostnaður, viðhalds- og eftirlitskostnaður.
Nánari staðsetning: Kylldal vatnasvið Kyllár nálægt Steinebruck
Hvaða vistkerfisgerð: Votlendi
Heiti/nafn NbS: Stíflun frárennslis, fylling skurða og endurheimt votlendis
Samantekt: Þetta verkefni endurheimti votlendi með því td að stífla frárennslisrör og skurði og því að nota náttúrumiðaðar lausnir til að auka vatnsgæði með því að lækka styrk köfnunarefnis og fosfórs, draga úr flóðahættu vegna minna rennslis og minnka hættu á þurrkum þar sem vatnssöfnunareiginleikar bötnuðu og þannig draga því úr hættu á tapi á líffræðilegum fjölbreytileika.
Tengiliður: Silke M. Nauta , silke_nauta@hotmail.com
Nánara efni: https://www.researchgate.net/publication/378588891_Micro-Catchments_Macro_Effects_Natural_Water_Retention_Measures_in_the_Kylldal_Catchment_Germany
Nánari staðsetning: Kvorning, árdal til Nørreåen á Mið-Jótlandi
Hvaða vistkerfisgerðir: Mólendi og votlendi
Heiti/heiti NbS: Endurvæting mólendis, stífla skurði og drenrásir, endurbugðun smálækja og beit nautgripa.
Samantekt: Verkefnið við Kvorning snérist um að stífla skurði og frárennslisrör til að bleyta aftur upp láglendið og notar því náttúrumiðaðar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, lækkar magn köfnunarefnis sem berst í Randersfjörð og endurheimta/bæta náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið miðar einnig að því að bæta útivistarmöguleika svæðisins.
Tengiliður: Martin Nissen Nørgård, póstur: marno@nst.dk og Mogens Wiedemann Daabeck, póstur: mogdaa@lbst.dk
Nánara efni: https://project-merlin.eu/cs-portal/case-study01.html og https://naturstyrelsen.dk/ny-natur/klimalavbundsprojekter/klima-lavbundsprojekt-ved-kvorning-i -noerreaadalen
Nánari staðsetning: Vosborg Enge nálægt Nissum firði á Vestur Jótlandi
Hvaða vistkerfisgerðir: Landbúnaðarframræst láglendi
Heiti/heiti NbS: Endurheimt votlendis með stíflu á skurðum og frárennslisrörum. Flóðavarnir auknar vegna betri vatnssöfnunareiginleika á framkvæmdasvæðinu.
Samantekt: Stíflun skurða og frárennslisröra mun endurheimta votlendið á ný og því nota náttúrumiðaðar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lækka magn niturs sem berst til Nissum fjarðar. Verkefnið miðar einnig að því að skapa sterkt mósaík-munstur af grunnum vötnum, mýrum og engjum.
Tengiliður: Henning Fjord Aaser, póstur: henfa@nst.dk
Viðeigandi tenglar á skjöl: https://naturstyrelsen.dk/ny-natur/lavbundsprojekter/vosborg-enge-lavbundsprojekt og https://naturstyrelsen.dk/media/q1xbhmr0/2021_vosborg-enge_detailprojekt-rapport-fra-cowi.pdf
F. Tanneberger, L. Appulo, S. Ewert, S. Lakner, N. Ó Brolcháin, J. Peters, W. Wichtmann, The Power of Nature-Based Solutions: How Peatlands Can Help Us to Achieve Key EU Sustainability Objectives. Adv. Sustainable Syst. 2021, 5, 2000146. https://doi.org/10.1002/adsu.202000146 https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/adsu.202000146
Hoffmann, C.C., Nygaard, B., Jensen, J.P., Kronvang, B., Madsen, J., Madsen, A.B., Larsen, S.E., Pedersen, M.L., Jels, T., Baattrup-Pedersen, A., Riis, T., Blicher-Mathiesen, G., Iversen, T.M., Svendsen, L.M., Skriver, J., Laubel, A.R., 2000a. Overvagning af effekten af retablerede vadomrader (surveying ˚ the effect of re-establishment of wetlands). Teknisk Anvisning (technical instruction) fra DMU nr. 19. National Environmental Research Institute, 112 pp. (in Danish). https://www2.dmu.dk/1_viden/2_publikationer/3_tekanvisning/rapporter/ta19_4udg.pdf