Aftenging virks frárennslis

Hvað

Ræsing votlendis og mólendis í landbúnaðarskyni er gert með skurðum, drenlagna undir yfirborði (frárennslisrör), eða hvort tveggja, til að lækka grunnvatnsborðið. Þar með getur vatn sem plantan tekur ekki upp í rótarbeltinu og undirliggjandi jarðvegi komist inn í lögnina í gegnum göt eða kíla og flætt frá túninu í skurð eða annað úttak. Aftenging virks frárennslis er því ráðstöfun sem getur hjálpað til við að hækka vatnsborð innan svæðis með því að stuðla að endurheimt náttúrulegan vatnsbúskap. Það að loka frárennsli getur sjaldnast staðið eitt og sér sem náttúrumiðuð lausn og ætti að innleiða hana blandi við aðrar náttúrumiðaðar lausnir sem miðar að því að endurheimta náttúrulegt vatnafar svæðis.   

 

Wetland graphic: Before

Rivers, lakes and wetlands before NbS have been implemented

Wetland graphic: After

Rivers, lakes and wetlands after NbS have been implemented

 

Hvar

Til að endurheimta vatnafar á láglendi ætti að loka dreni innan framkvæmdasvæðisins og þannig endurheimta náttúrulegt vatnafar þess.  

Hvers vegna

Að aftengja virk frárennslisrör er ráðstöfun til að hreinsa vatn með því að halda næringarefnum og lífrænum efnum og minnka streymi vatns niður ána og bæta þannig vatnsbúskap. Þessi ráðstöfun er oft framkvæmd í tengslum við aðrar gerðir af náttúrumiðuðum lausnum eins og lokun frárennslisskurðahækkun árfarvegs og endurbugðun árfarvegs til að endurheimta votlendi. Þessi náttúrumiðaða lausn getur stuðlað að aðlögun að loftslagsbreytinga og mótvægi við þær og auka viðbúnað við hamfaraáhættu.  

Að aftengja virk frárennslisrör getur örvað afnitrun og hjálpað til við að draga úr rennsli nítrats í læki og á strandsvæði neðan árinnar. Á heildina litið virkar afnitrun sem náttúruleg sía og fjarlægir umfram nítrat úr frárennsli sem fer inn á svæðið og dregur þannig úr hættu á næringarefnamengun vistkerfa neðar í ánni. Nítrat minnkar við afnitrun, sem er náttúrulegt ferli þar sem bakteríur breyta nítrötum (NO3-) og nítrítum (NO2-) í köfnunarefnisgas (N2), sem losnar út í andrúmsloftið. Þetta ferli á sér aðeins stað við loftfirrtar aðstæður, semsagt þar sem skortur er á súrefni, og er vatnsmettun því forsenda þess að þetta ferli geti átt sér stað. Lífræn efni ættu einnig að vera til staðar í jarðveginum til að þjóna sem orkugjafi fyrir afnitrunargerlana.  

Hvernig

Hægt er að aftengja virk frárennslisrör með því annað hvort að grafa allt frárennslisrörið upp eða með því að klippa/mölva rörin með hæfilegu millibili til að koma í veg fyrir að vatn berist í gegnum þau.  

Mögulegar afleiðingar  

Minni köfnunarefnismengun í vatnavistkerfum: Nítratmengað vatn frá ótengdum frárennslisrörum getur, að því tilskildu að loftfirrt skilyrði skapast, örvað nitureyðingu með afnitrun og þar með dregið úr flutningi köfnunarefnis niður ána, í vötn og á strandsvæði. Þættir eins og hitastig, sýrustig, raki jarðvegs og aðgengi hvarfefnis hafa áhrif á hraða og skilvirkni afnitrunar á endurheimtum svæðum. Hærra hitastig stuðlar almennt að meiri afnitrun, en súr jarðvegur getur hindrað ferlið. 

TIL ATHUGUNAR

Til að tryggja hagnað líffræðilegs fjölbreytileika innan verkefnissvæðisins er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að frárennslisvatn getur verið skaðlegt fyrir líffræðilegan fjölbreytileika þar sem frárennslisvatn inniheldur oft mikið magn af nítrati. Hækkað nítratmagn getur verið mikilvægt fyrir sumar plöntutegundir og því getur verið að líffræðilegur fjölbreytileiki bregðist ekki jákvætt við lokun virks frárennslis ef nítratríkt frárennslisvatn seytlar í yfirborði landslagsins og/eða inn á rótarkerfi plantnanna. Ástæðan þess er sú að samkeppni veldur því að þær sterkustu taka mest til sín. Þessar tegundir eru almennt ekki tegundir sem hagnast líffræðilegum fjölbreytileika. Þess í stað ætti drenvatn að síast niður fyrir rótarsvæðið til að tryggja að  næringarríkt vatn komist ekki í snertingu við rætur plantnanna, heldur í jarðlög neðar þar sem afrennsli getur átt sér stað.  

Kostnaður

Framkvæmd (mannafli, tækjakostur, kostnaður við landakaup o.fl.), rekstrarkostnaður, viðhalds- og eftirlitskostnaður.  

  

Nánari staðsetning: Kvorning, árdalur við Nørreåen á Mið-Jótlandi  

Hvaða vistkerfisgerðir: Mólendi og votlendi  

Heiti/heiti NbS : Endurvæting mólendis, stífla skurði og frárennslisrr, endurheimt smálækja og beit nautgripa.  

Samantekt: Verkefnið í Kvorning snýst um að stífla skurði og frárennsli til endurheimta votlendi og notar því náttúrumiðaðar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minna magn köfnunarefnis sem berst í Randersfjörð og endurheimta/bæta náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið miðar einnig að því að auka útivistargildi svæðisins.       

Tengiliður: Martin Nissen Nørgård, póstur: marno@nst.dk og Mogens Wiedemann Daabeck , póstur: mogdaa@lbst.dk  

Viðeigandi tenglar á skjöl: https://project-merlin.eu/cs-portal/case-study01.html og https://naturstyrelsen.dk/ny-natur/klimalavbundsprojekter/klima-lavbundsprojekt-ved-kvorning-i -noerreaadalen    

Nánari staðsetning: Vosborg Enge nálægt Nissum firði á Vestur Jótlandi  

Hvaða vistkerfisgerðir: Framræst láglendi til Landbúnaðarframleiðslu  

Heiti/heiti NbS: Endurheimt votlendis með stíflun skurða og frárennslis. Flóðavarnir vegna bættra vatnssöfnunareiginleika á framkvæmdasvæðinu .    

Samantekt: Stífla skurði og frárennslislögn mun endurvæta svæðið og því er notast við náttúrumiðaðar lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka magn köfnunarefnis sem berst til Nissum fjarðar. Verkefnið miðar einnig að því að skapa sterkt mósaík-munstur af grunnum vötnum, mýrum og engjum.     

Tengiliður: Henning Fjord Aaser, póstur: henfa@nst.dk    

Nánari skjöl: https://naturstyrelsen.dk/ny-natur/lavbundsprojekter/vosborg-enge-lavbundsprojekt og https://naturstyrelsen.dk/media/q1xbhmr0/2021_vosborg-enge_detailprojekt-rapport-fra-cowi.pdf    

Jaynes, D.B. and Isenhart, T.M. (2014), Reconnecting Tile Drainage to Riparian Buffer Hydrology for Enhanced Nitrate Removal. J. Environ. Qual., 43: 631-638. https://doi.org/10.2134/jeq2013.08.0331  

Hoffmann, C.C., Nygaard, B., Jensen, J.P., Kronvang, B., Madsen, J., Madsen, A.B., Larsen, S.E., Pedersen, M.L., Jels, T., Baattrup-Pedersen, A., Riis, T., Blicher-Mathiesen, G., Iversen, T.M., Svendsen, L.M., Skriver, J., Laubel, A.R., 2000a. Overvagning af effekten af retablerede våadområ ader (surveying ˚ the effect of re-establishment of wetlands). Teknisk Anvisning (technical instruction) fra DMU nr. 19. National Environmental Research Institute, 112 pp. (in Danish). https://www2.dmu.dk/1_viden/2_publikationer/3_tekanvisning/rapporter/ta19_4udg.pdf