Hvað eru ár, vötn og votlendi?

Ár, vötn og votlendi eru mettuð af ferskvatni, annað hvort til frambúðar eða árstíðabundið og skapar búsvæði fyrir margs konar vatnaplöntur og dýr. Þessi vistkerfi einkennast venjulega af gróðri sem er aðlagaður að blautum, súrefnissnauðum jarðvegi og getur verið mýrar eða fen. Ferskvatnsvotlendi er sérstaklega dýrmætt fyrir hlutverk sitt við að sía vatn, draga úr áhrifum flóða og eru búsvæði fyrir fjölbreyttar lífverur.  

Á Norðurlöndum eru ár, vötn og votlendi fjölbreytt og vistfræðilega mikilvæg og gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika, stjýra vatnsrennsli og binda kolefni. Votlendi á Norðurlöndunum er allt frá litlum lækjum, yfir stór stöðuvötn til mólendis og þau eru óaðskiljanlegur í náttúrulegu landslagi og menningararfi svæðisins. Sem slíkt er votlendi einnig mikilvægt vistkerfi fyrir landbúnað, sem eru háð aðgengi að vatni og eru einnig oft uppspretta niðurbrots þessara vistkerfa. Sumar af helstu tegundum votlendis eru:  

  • Mómýrar: Algeng á Norðurlöndum, einkum í Finnlandi og Svíþjóð. Mómýrar eru súr, næringarsnauð votlendi sem einkennist af barnamosa (sphagnum). Þær myndast oft í köldu, röku loftslagi og safna þykkum mólögum.    
  • fen: Finnast víða um Norðurlönd, fen eru ekki eins súr og næringarríkari en mómýrar. Þau tengjast oft grunnvatni og styðja við fjölbreytt plöntulíf, þar á meðal stör, grös og ýmis blóm.    
  • MýriMýri er tegund votlendis sem einkennist frekar af jurtum heldur en viðargróðri eins og trjám og runnum. Það hefur venjulega grunnt, staðið eða hægfara ferskvatn eða ísaltvatn og einkennist af blautum og næringarríkum jarðvegi. Mýrar eru oft meðfram jaðri áa, stöðuvatna og árósa og þjóna sem bítisvæði milli vatna- og landvistkerfa.  
  • Grunn vötn og tjarnir: Á Norðurlöndunum eru þúsundir stöðuvatna og tjarnir, sem mörg hver eru umkringd votlendissvæðum. Þessi vatnakerfi styðja við fjölbreytt vatnalíf og eru mikilvæg til dæmis fyrir farfugla og froskdýr.    
  • Ár/flæðilönd/ flæðiengjar: Þetta votlendi er að finna meðfram ám, sérstaklega í Svíþjóð og Finnlandi. Það gegnir mikilvægu hlutverki í flóðastýringu og býr til búsvæði fyrir tegundir eins og bjóra, otra og fjölbreytt fuglalíf.    
  • Skógarmýrar: Votlendi þar sem stærri tré vaxa, sérstaklega furu- eða grenitré eru algeng á Norðurlöndunum. Þessar mýrar koma oft fram í tengslum við mómýrar og eru mikilvægar fyrir dýr eins og elgi og ýmsar fuglategundir.  

Ár, vötn og votlendi sem náttúrumiðaðar lausnir

Náttúrumiðaðar lausnir í votlendi taka á ýmsum samfélagslegum áskorunum með því að nota eðlislæga getu þessara kerfa. Nokkrar af helstu samfélagslegu áskorunum sem hægt er að takast á við með því að beita Nml í ám, vötnum og votlendi eru :  

  • Hamfaraáhætta og viðbúnaður (stýring á flóðaáhættu) - Ein helsta áskorunin er sú að tíðni og styrkur flóða er aukin vegna loftslagsbreytinga og þéttbýlismyndunar. Að endurheimta eða búa til votlendi, eins og flæðilönd og mýrar, hjálpar til við að geyma og hægja á flóðavatni, sem dregur úr hættu og alvarleika flóða á svæðum neðar í ám.  
  • Vatnsstjórnun (bætt vatnsgæði) - Mengun og afrennsli næringarefna frá landbúnaði og þéttbýli sem rýra vatnsgæði. Votlendi virkar sem náttúruleg sía, fangar set, næringarefni og mengunarefni. Endurheimt votlendis hjálpar til við að bæta vatnsgæði með því að draga úr álagi mengunarefna sem berast í ár og vötn.  
  • Aukning líffræðilegrar fjölbreytni (tap líffræðilegs fjölbreytileika) - Eyðing og sundrun lífvera leiðir til fækkunar tegundastofna og taps á líffræðilegum fjölbreytileika. Votlendi veitir mikilvæg búsvæði fyrir fjölbreyttar lífverur. Með því að verndaendurheimta eða búa til votlendi er hægt að auka líffræðilegan fjölbreytileika með því að styðja við afkomu bæði vatna- og landdýrategunda.  
  • Að draga úr loftslagsbreytingum - Aukin losun gróðurhúsalofttegunda stuðlar að hlýnun jarðar. Votlendi, einkum mólendi, eru verulegar kolefnisgeymslur. Með því að varðveita og endurheimta þessi svæði er hægt að binda mikið magn af koltvísýringi og hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum. Með því að varðveita og endurheimta þessi svæði hægjum við á niðurbroti lífrænna efna og stöðvum losun koltvísýrings. Þetta kemur í veg fyrir frekara tap á kolefni sem geymt er í jarðveginum. Ennfremur er hægt að binda mikið magn af koltvísýringi, sem hjálpar til við að draga úr loftslagsbreytingum.
  • Aðlögun að breyttu loftslagi - Hækkandi hitastig og breytt úrkomumynstur sem hefur áhrif á samfélög og vistkerfi. Votlendi getur hjálpað samfélögum að laga sig að loftslagsbreytingum með því að veita náttúrulega vörn gegn öfgakenndum veðuratburðum, koma á stöðugleika í staðbundnu loftslagi og geyma vatn í þurrki.  

Wetland graphic: Before

Rivers, lakes and wetlands before NbS have been implemented

Wetland graphic: after

Rivers, lakes and wetlands after NbS have been implemented

 

Nml sem hægt er að útfæra í votlendi

  • Hækka árfarveg: Botn straumvatna sem áður var dýpkaður er hækkaður til að tengja ána aftur við nærliggjandi svæði.  
  • Aftenging virks frárennslis: Manngerð frárennsliskerfi eru aftengd til að koma í veg fyrir að vatnið komist beint inn í skurði.  
  • Endurheimt votlendis: Fyrrverandi votlendi sem hefur verið framræst af manna völdum er endurvætt með mismunandi aðferðum af Nml sem endurheimtir náttúrulegt vatnafar svæðisins.  
  • Endurtenging flæðiengja: Hægt er að tengja flæðilönd og -engjar aftur við umhverfi sitt með því að beita mismunandi aðferðum af Nml sem endurtengja vatnafræðilega tengingu árinnar og flæðilandanna.  

Ertu ekki viss um hvernig á að velja Nml fyrir vistkerfi votlendis? Sjá almennar leiðbeiningar okkar um lausnir sem byggja á náttúrunni!  

Þú gætir líka haft áhuga á upplýsingablaði S-ITUATION verkefnisins um votlendi, sem lýsir aðferðum Nml sem venjulega eru notaðar til að leysa ýmis vandamál í sérstökum aðstæðum vegna landnýtingar.

Þessi síða er skrifuð af Annette Baattrup-Pedersen.